Paris Saint-Germain hefur fest kaup á varnarmanninum Lucas Hernandez frá Bayern Munchen.
Þetta var staðfest í dag en Hernandez skrifar undir samning til ársins 2028.
Um er að ræða 27 ára gamlan sem kemur frá Frakklandi og á að baki 33 landsleiki fyrir þjóð sína.
Hernandez hefur allan sinn feril leikið á Spáni en hann byrjaði atvinnumanannaferilinn hjá Atletico Madrid.
Árið 2019 samdi Hernandez við Bayern en gengur nú í raðir PSG fyrir um 45 milljónir evra.