Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, virtist hafa skotið létt á félagið með færslu á samskiptamiðlum í gær.
Fernandes kveður þar vin sinn David de Gea sem hefur staðfest það að hann sé að kveðja eftir mörg ár hjá félaginu.
De Gea kom til Man Utd frá Atletico Madrid árið 2011 og spilaði yfir 400 deildarleiki fyrir félagið á 12 árum.
De Gea var með samningstilboð frá Man Utd sem var svo dregið til baka og kveður hann félagið í sumar.
,,Þú áttir skilið það að fá að kveðja fyrir framan alla stuðningsmennina á vellinum, takk fyrir allar fallegu minningarnar,“ skrifaði Fernandes í færslu sinni.
Portúgalinn virðist þar gagnrýna vinnubrögð Man Utd sem virðist vilja losna við markmanninn sem fyrst.