Manchester United gæti verið bannað að kaupa Kylian Mbappe í framtíðinni samkvæmt franska miðlinum GFNF.
Þessi frétt er heldur betur athyglisverð en afar litlar líkur eru á að Mbappe sé á lista yfir leikmenn sem Man Utd skoðar í sumar.
Man Utd verður líklega keypt af Sjeik Jassim á næstu vikum en hann hafði betur gegn Jim Ratcliffe sem sýndi félaginu einnig áhuga.
Glazer fjölskyldan er að skoða það verulega að selja félagið og er útlit fyrir að Sjeik Jassim muni hafa betur gegn öðrum.
UEFA gæti stöðvað félagaskipti á milli Paris Saint-Germain og Man Utd þar sem óttast er að Nasser Al-Khelaifi, eigandi PSG, tengist viðskiptum Sjeik Jassim töluvert.
Al-Khelaifi og hans menn frá Katar hafa dælt inn peningum í PSG undanfarin ár en hann ku vera góðvinur Jassim sem kemur frá Sádí Arabíu.
Man Utd þyrfti að sanna það að engin tengsl séu þarna á milli ef félagið á að eiga einhvern möguleika að geta verslað eða selt til PSG.