fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Lögmaður konunnar sem sakar Ronaldo um nauðgun þarf að greiða honum bætur – Reiddi sig á illa fengin gögn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 21:00

Cristiano Ronaldo /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög­manni Kat­hryn Mayorga, konu frá Banda­ríkjunum sem sakar portúgalska knatt­spyrnu­manninn Cristiano Ron­aldo, um að hafa nauðgað sér á hótel­her­bergi í Las Vegas árið 2009, hefur verið gert að greiða Ron­aldo tæp 335 þúsund Banda­ríkja­dala vegna máls­kostnaðar Ron­aldo.

Það jafn­gildir rúmum 48 milljónum ís­lenskra króna en í fyrra var málið látið niður falla eftir að rann­sókn lög­reglu hafði áður verið opnuð að nýju.

Það er The Athletic sem greindi frá.

Ron­aldo hefur sjálfur á­vallt neitað sök í málinu og árið 2010 er samkomulag sagt hafa náðst milli hans og Mayorga.

Átta árum síðar á­kvað Mayorga þó að höfða mál gegn leik­manninum eftir að Foot­ball Leaks af­hjúpaði upp­lýsingar um sam­skipti lög­fræðinga Ron­aldo. Það varð til þess að rann­sókn á málinu var opnuð á nýjan leik árið 2018.

Það var síðan í júní í fyrra sem Jenni­fer Dors­ey, dómari við héraðs­dóm í Banda­ríkjunum, á­kvað að láta málið niður falla. Hún var ó­sátt með það hvernig komist var yfir gögn er tengdust málinu.

Að þeirri niður­stöðu komst hún eftir að hafa fengið vit­neskju um að Lesli­e Mark Stovall, lög­maður Mayorga hefði reitt sit á upp­lýsingarnar sem sumum hverjum hafði verið stolið og seinna meir lekið af Foot­ball Leaks.

Hafði Dors­ey á orði, þegar hún á­kvað að láta málið falla, að Ron­aldo hefði orðið fyrir skaða vegna á­kvarðana Stovall.

Í nýjasta úr­skurðinum, sem var opin­beraður í gær, segir hún þó hluta sakarinnar liggja hjá Ron­aldo sjálfum fyrir að hafa ekki reynt að koma Stovall frá málinu áður.

,,Jafn­vel á fyrstu stigum mála­ferlanna var ljóst…að á­sakanirnar ættu rætur í illa fengnu efni,“ sagði í 42 blað­síðna úr­skurði Dors­ey sem The At­hletic vitnar í.

Þá hafi gjörðir Stovall orðið til þess að Mayorga missi tæki­færi sitt á að reka málið fyrir dóm­stólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu
433Sport
Í gær

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út
433Sport
Í gær

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni