Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjörvar Hafliðason, Dr. Football.
Bjarni þótti efnilegur miðvörður og lék í Trópí deildinni 1994 en lagði skóna á hilluna eftir að hafa meiðst illa gegn KR. Fyrir tímabilið var hitað upp fyrir deildina og gaf Íþróttablaðið, sem Þorgrímur Þráinsson ritstýrði, leikmönnum einkunn þar sem Bjarni fékk 6,3 en Eiður Smári fékk 6,4.
„Ég man eftir þegar hann var að koma inn í deildina, mjög ungur. Hann skoraði á móti okkur í Stjörnunni algjörlega frábært mark. BANG fyrir utan vítateiginn og beint í netið. Hann var ótrúlega beittur leikmaður.“