fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Tjáir sig um áhuga Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Sports greindi frá því fyrr í dag að Liverpool hefði mikinn áhuga á Matheus Nunes, miðjumanni Wolves. Stjóri síðarnefnda liðsins, Julen Lopetegui, hefur brugðist við þessu í fjölmiðlum.

Hinn 24 ára gamli Nunes hefur aðeins verið hjá Wolves síðan í sumar en hann gæti strax farið.

Miðjumaðurinn er hins vegar með samning hjá Úlfunum til 2027 og þeir því í sterkri stöðu í viðræðunum.

Talið er að Wolves fari fram á 50 milljónir punda fyrir Nunes. Liverpool vill hins vegar borga um 44 milljónir punda.

„Það sem ég get sagt er að Matheus er okkar leikmaður,“ segir Lopetegui.

„Hann er leikmaður Wolves og hann er svo ánægður með að vera hér.“

Jurgen Klopp leitar að styrkingu á miðsvæði sitt, en sú staða hefur verið til vandræða.

Liverpool hefur valdið vonbrigðum á þessari leiktíð og er í sjötta sæti. Í gær tapaði liðið gegn Brentford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina