Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain, leikmaður Inter Miami greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil í MLS-deildinni.
Higuain, sem verður allra helst minnst fyrir tíma sinn hjá spænska stórveldinu Real Madrid sem og Juventus, greindi tárvotur frá tíðindunum á blaðamannafundinum sem hann sat ásamt þjálfara Inter Miami, Phil Neville.
Auk Real Madrid og Inter Miami spilaði Higuain með liðum á borð við Napoli, Juventus, AC Milan og Chelsea.
Tilfinningarnar tóku völdin þegar að Higuain þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn í gegnum knattspyrnuferilinn en leikmaðurinn knái á tvo leiki eftir af MLS tímabilinu með Inter Miami en með hagstæðum úrslitum gæti ferill hans framlengst um nokkra leiki ef Inter tekst að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar.
Gonzalo Higuaín has announced his retirement from professional football at the end of 2022 season 🚨🇦🇷 #Higuain
El Pipita, crying during today’s press conference as he leaves football after incredible career with River, Real Madrid, Napoli, Juventus, Milan, Chelsea, Inter Miami. pic.twitter.com/tNUe6Av0l7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 3, 2022