Sævar Atli Magnússon komst á blað í Danmörku í dag er lið Lyngby gerði 3-3 jafntefli við Brondby.
Sævar fékk sénsinn á 81. mínútu og var búinn að jafna metin sjö mínútum síðar í 3-3.
Alfreð Finnbogason fór af velli fyrir Sævar en hann lagði einnig upp fyrsta mark liðsins á Frederik Gytkjær.
Hákon Arnar Haraldsson lagði upp markl fyrir FC Kaupmannahöfn á sama tíma sem vann lið AGF 1-0.
Hákon kom inná sem varamaður á 38. mínútu og kom Ísak Bergmann Jóhannesson einnig inná í uppbótartíma.
Það voru einnig tvær íslenskar stoðsendingar í Svíþjóð er Norrköping vann lið GIF Sundsvall 3-1 á útivelli.
Arnór Ingvi Traustason lagði upp fyrsta mark Norrköping í sigrinum og lagði Arnór Sigurðsson upp það þriðja.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Norrköping og kom Andri Lucas Guðjohnsen inná sem varamaður á 89. mínútu.