fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Blikar slátruðu nágrönnum sínum – Vonleysi Stjörnunnar algjört

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann öruggan sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Fyrsta færi leiksins kom strax á 3. mínútu. Þá áttu heimamenn glæsilega sókn þar sem Viktor Karl Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Alexander Helgi Sigurðarson voru í aðalhlutverkum. Viktor átti að lokum skot sem Haraldur Björnsson í marki Stjörnunnar varði.

Eftir rúmar tíu mínútur urðu Blikar fyrir áfalli þegar Thomas Mikkelsen varð fyrir meiðslum og þurfti að fara af velli. Inn á kom Kristinn Steindórsson. Um miðjan fyrri hálfleik fékk hann boltann úti vinstra megin, renndi boltanum út í teiginn á Viktor Karl sem átti skot í Daníel Laxdal. Þaðan fór boltinn út á Höskuld sem átti skot sem fór rétt framhjá marki Stjörnunnar.

Á 29. mínútu komst Breiðablik yfir. Höskuldur átti þá fasta fyrirgjöf meðfram jörðinni, Gísli Eyjólfsson komst í boltann og setti hann í innanverða stöngina en Kristinn fylgdi á eftir og skoraði af stuttu færi. 1-0.

Í seinni hluta fyrri hálfleiks áttu gestirnir tvö ágætis marktækifæri. Fyrst skaut Hilmar Árni Halldórsson skot rétt framhjá á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar tók Kristófer Konráðsson skot af svipuðu færi og fór það, sömuleiðis, rétt framhjá.

Blikar hefðu getað tvöfaldað forystu sína rétt fyrir leikhlé. Höskuldur átti fyrst marktilraun rétt framhjá. Svo átti Gísli skot sem fór naumlega yfir markið eftir góða sókn.

Staðan í hálfleik var 1-0.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað. Fyrsta færið kom eftir tæpan klukkutíma leik þegar Gísli renndi boltanum lystilega inn fyrir vörn Stjörnunar á Árna Vilhjálmsson. Sá síðarnefndi fór þó illa að ráði sínu og tókst ekki að nýta færið. Það skal þó ekki tekið af Haraldi í markinu að hann gerði mjög vel í að loka á hann.

Í næstu sókn kom þó seinna mark heimamanna. Höskuldur átti þá stutt þríhyrningsspil við Gísla úti hægra megin og setti boltann fyrir markið. Boltinn fór í varnarmann gestanna og sveif í loftinu áður en Viktor Örn Margeirsson skoraði. 2-0.

Þetta mark slökkti alveg í Stjörnunni. Stuttu síðar fékk Gísli gott færi eftir undirbúnings Kristins en skaut framhjá. Svo hefði Viktor Örn getað skorað sitt annað mark þegar hann skaut hátt yfir úr góðu færi eftir hornspyrnu.

Blikar gulltryggðu sigurinn þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Þá skoraði Árni með flottum skalla eftir aukaspyrnu Olivers Sigurjónssonar. Þetta var hans fyrsta mark eftir endurkomuna í Blika. Mikilvægt fyrir þá að fá hann í gang. Staðan orðin 3-0.

Garðbæingar vöknuðu aðeins við þetta mark. Þeir fengu mjög gott færi stuttu síðar. Þá tók Hilmar Árni hornspyrnu sem rataði á kollinn á Emil Atlasyni. Sá síðarnefndi lét þó verja frá sér úr virkilega góðri stöðu.

Heimamenn áttu þó eftir að bæta við marki. Það gerði Höskuldur Gunnlaugsson í uppbótartíma.

Lokatölur urðu 4-0 fyrir Blika. Virkilega yfirveguð frammistaða hjá þeim, svæfðu Stjörnuna í seinni hálfleik.

Blikar eru nú í fimmta sæti með 7 stig eftir fimm leiki. Stjarnan hefur aðeins 2 stig í neðsta sæti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Í gær

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Í gær

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði