fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Hörmungar tölfræði United í gær – Það versta í 17 ár

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 08:30

Leikmenn Young Boys ærðust úr fögnuði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Young Boys gerði sér lítið fyrir og sigraði Manchester United í fyrsta leik liðanna í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Leikið var í Sviss. Gestirnir léku vel fyrstu mínútur leiksins. Þeir komust yfir á 13. mínútu þegar Cristiano Ronaldo kom boltanum í netið eftir frábæra sendingu inn fyrir frá Bruno Ferndandes.

Á 35. mínútu breyttist leikurinn mikið. Þá fékk Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Man Utd, beint rautt spjald fyrir klaufalega tæklingu á Christopher Martins. Gestirnir frá Manchester fóru þó með 0-1 forystu inn í hálfleikinn.

Manni fleiri voru Young Boys betri í seinni hálfleik. Nicolas Moumi Ngamaleu skoraði verðskuldað jöfnunarmark fyrir þá á 66. mínútu. Hann stýrði þá fyrirgjöf Silvan Hefti í netið. Heimamenn voru líklegri aðilinn til að finna sigurmark leiksins. Það kom svo á fimmtu mínútu uppbótartímans. Þá átti varamaðurinn Jesse Lingard hræðilega sendingu til baka sem Jordan Siebatcheu komst inn í og skoraði. Lokatölur 2-1.

United átti aðeins tvö skot að marki Young Boys en bæði fóru á markið, hefur liðið ekki átt svona fá skot í Meistaradeildinni í 138 leikjum.

Það þarf að fara aftur til ársins 2004 til að finna jafn slaka tölfræði í skotum að marki. Ítarleg tölfræði úr leiknum er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“