fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Einkunnir þegar Ísland sýndi hetjulega baráttu í Dallas í nótt – Fyrirliðinn bestur

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 02:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði 2-1 í æfingaleik gegn Mexíkó sem fram fór í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Marga af bestu leikmönnum Íslands vantaði í verkefnið.

Ísland komst yfir í fyrri hálfleik þegar Birkir Már Sævarsson lék á varnarmenn Mexíkó og hamraði boltanum í átt að marki. Ekki er öruggt að Birkir fái markið skráð á sig enda virtist boltinn á leið framhjá þegar hann fór í varnarmann.

Ísland var mikið mun betra í fyrri hálfleik en gaf verulega eftir í þeim síðari þar sem Hirving Lozano skoraði tvö fyrir Mexíkó.

Tap staðreynd en frammistaðan stóran hluta leiksins virkilega góð. Einkunnir eru hér að neðan

Rúnar Alex Rúnarsson 4
Öruggur í sínum aðgerðum fram að öðru markinu, furðulegt úthlaup kostaði.

Birkir Már Sævarsson 6
Skoraði hann eða skoraði hann ekki? Birkir fagnaði alla vegana markinu eftir að hafa gert hlutina vel

Hjörtur Hermannsson 7
Var leiðtoginn í varnarlínunni og gerði vel, gæti verið lausn í hjartanu til næstu ára.

Brynjar Ingi Bjarnason 5
Virkaði öruggur í öllum sínum aðgerðum í sínum fyrsta landsleik en gerði sig sekan um mistök í fyrra marki Mexíkó.

Hörður Ingi Gunnarsson 4
Var í stökustu vandræðum allan leikinn, fann engan takt og lét oft fara mjög illa með sig.

Þórir Jóhann Helgason 5
Vinnusamur en lítið í boltanum.

Aron Einar Gunnarsson (F) (´59) 8
Var gjörsamlega frábær, yfirgaf völlinn svo meiddur.

Birkir Bjarnason 6
Fínir sprettir hjá Birkir framan af leik.

Ísak Bergmann Jóhannesson 7
Frábær fyrsti leikur í byrjunarliði, með takta í fyrri hálfleik og var einnig virkilega öflugur í pressu og varnarleik.

Jón Daði Böðvarsson (´73) 5
Gerði ágætis hluti sem kantmaður.

Kolbeinn Sigþórsso (´73) 7
Virkar í sínu besta formi í fimm ár, sjáum við gamla góða Kolbein innan tíðar?

Varamenn:
Andri Fannar Baldursson (´59) 5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Í gær

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga