fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
433Sport

Nóg komið af tali um nýjan þjóðarleikvang – „Nú er einfaldlega tími til kominn að stjórnvöld taki ákvörðun í málinu“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 19:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að ákvörðun um nýjan þjóðarleikvang Íslands verði tekin á árinu.

Hann segir að aðstöðuleysið sem íslensku landsliðin búi við séu orðin hindrun fyrir góðan árangur.

„Það er búið að vinna mikla greiningarvinnu undanfarin misseri og ljóst er að aðstöðuleysið og sú staðreynd að við getum ekki leikið okkar mótsleiki að vetri til er hindrun á góðan árangur og að gerir okkur erfiðara um vik að komast á stórmót,“ skrifar Guðni í Pistli formanns í ársskýrslu KSÍ.

Þá bendir Guðni einnig á þá staðreynd að nýr þjóðarleikvangur geti nýst íslensku félagsliðunum, meðal annars með lengingu keppnistímabils í huga, bikarúrslitaleiki og framtíðarskipulagi á Evrópumótum félagsliða með fleiri vetrarleikjum.

Guðni hvetur stjórnvöld til þess að taka ákvörðun í málinu.

„Nú er einfaldlega tími til kominn að stjórnvöld taki ákvörðun í málinu og við sýnum að við erum íþróttaþjóð með aðstöðu sem stenst kröfur nútímans og samanburðu við aðrar þjóðir álfunnar,“ skrifar Guðni Bergsson, formaður KSÍ í pistli sem birtist í ársskýrslu sambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta ástæðan fyrir óvæntri uppsögn Rúnars? – „Hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn“

Er þetta ástæðan fyrir óvæntri uppsögn Rúnars? – „Hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gjörsamlega sturlaðist við þetta í gær – Öskraði í mínútu og sparkaði í fötu fulla af ísmolum

Gjörsamlega sturlaðist við þetta í gær – Öskraði í mínútu og sparkaði í fötu fulla af ísmolum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Verður hann rekinn?
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Afleit tölfræði sem Tuchel vill snúa við gegn Guardiola

Meistaradeild Evrópu: Afleit tölfræði sem Tuchel vill snúa við gegn Guardiola
433Sport
Í gær

Segir að Arteta verði að vinna Evrópudeildina ætli hann sér að starfa áfram hjá Arsenal

Segir að Arteta verði að vinna Evrópudeildina ætli hann sér að starfa áfram hjá Arsenal