fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

Telur að Liverpool hafi fallið í gildru á tímabilinu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 21:36

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander Arnold, bakvörður Englandsmeistara Liverpool, segir að liðið hafi fallið í gildru á tímabilinu. Liverpool hefur ekki gengið sem skyldi eftir frábært gengi á síðasta tímabili.

„Gildran sem við höfum fallið í á þessu tímabili er sú að við nánast bjuggumst við því að vinna leiki fyrirfram vegna þess að við vitum hversu mikil gæði við höfum fram á við til þess að finna úrslitamarkið,“ sagði Alexander Arnold í viðtali sem birtist í leikskrá Liverpool.

Leikmenn Liverpool hafi vanist þessari tilfinningu á síðasta tímabili þegar liðið varla tapaði leik og því hafi það reynst erfitt fyrir liðið að venjast verra gengi á þessu tímabili.

„Þetta gerðist náttúrulega á síðasta tímabili og tímabilið fyrir það. En þegar að við skoðum þetta nánar þá var þetta ekki eingöngu heppni. Þetta gerðist vegna þess að við lögðum hart að okkur, við gerðum grunnatriðin vel og byggðum leik okkar á góðum grunni alveg fram að síðustu mínútu leiksins,“ sagði Trent Alexander Arnold, leikmaður Liverpool.

Liverpool er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig eftir 25 leiki og er liðið 19 stigum á eftir toppliði Manchester City en það virtist óhugsandi niðurstaða fyrir tímabilið.

„Á þessu tímabili tel ég að við höfum gleymt nokkrum af þessum grunnatriðum og við bjuggumst við sigri vegna þess að sigurtilfinningin var orðin náttúruleg fyrir okkur,“ sagði Trent Alexander Arnold.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir stuðningsmenn Tottenham geta snúist gegn Kane ef hann fer – „Mun valda mörgum vonbrigðum“

Segir stuðningsmenn Tottenham geta snúist gegn Kane ef hann fer – „Mun valda mörgum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“
433Sport
Í gær

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“
433Sport
Í gær

Fullyrðir að United sé komið vel á veg í viðræðum um kaup á Varane

Fullyrðir að United sé komið vel á veg í viðræðum um kaup á Varane
433Sport
Í gær

Lagerback á beinni línu hjá Áslaugu Örnu í dag

Lagerback á beinni línu hjá Áslaugu Örnu í dag
433Sport
Í gær

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“