Fimmtudagur 04.mars 2021
433Sport

Maðurinn með skiltið í gær vakti mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 08:32

BT Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Newcastle United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli liðsins, Old Trafford. Marcus Rashford kom Manchester United yfir í leiknum með marki á 30. mínútu.

Sex mínútum síðar jafnaði Allan Saint-Maximin, metin fyrir Newcastle og stóðu leikar því í hálfleik, 1-1. Daniel James kom Manchester United yfir með marki á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Það var síðan Bruno sem innsiglaði 3-1 sigur Manchester United með marki úr vítaspyrnu á 75. mínútu.

Getty Images

Manchester United er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 49 stig. Á forsíðum enskra blaða í dag er hins vegar mest rætt um manninn sem sá um skiltið til að skipta leikmönnum Manchester United inn á völlinn.

COVID-19 smit hefur greinst hjá þjálfarateymi liðsins og því þurfti Ole Gunnar Solskjær að finna sér nýja aðstoðarmenn í gær. Varamarkvörðurinn Lee Grant var á meðal þeirra, hann sá um skiltið þegar Solskjær vildi gera breytingar á liði sínu.

Grant er líklega á sínu síðasta tímabili sem leikmaður en taldar eru líkur á að hann fái þjálfarastarf hjá félaginu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Benedikt blöskraði – Tveir tímar af engu: „Þetta eru veikar raddir“

Benedikt blöskraði – Tveir tímar af engu: „Þetta eru veikar raddir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkona Vardy gjörsamlega brjáluð

Eiginkona Vardy gjörsamlega brjáluð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á sjónvarpsþátt 433 í heild hérna – Arnar Þór, Aron Jó og Benedikt Bóas voru gestir

Horfðu á sjónvarpsþátt 433 í heild hérna – Arnar Þór, Aron Jó og Benedikt Bóas voru gestir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hausverkur Arnars – Hver verður númer eitt hjá íslenska landsliðinu undir hans stjórn?

Hausverkur Arnars – Hver verður númer eitt hjá íslenska landsliðinu undir hans stjórn?
433Sport
Í gær

Pochettino telur að Mbappé skorti aðeins eitt til þess að verða bestur í heimi

Pochettino telur að Mbappé skorti aðeins eitt til þess að verða bestur í heimi
433Sport
Í gær

Koeman myrkur í máli gagnvart handtökum hjá Barcelona – „Skaðar ímynd félagsins“

Koeman myrkur í máli gagnvart handtökum hjá Barcelona – „Skaðar ímynd félagsins“