fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
433Sport

Draumabyrjun Eiðs Smára í nýju starfi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 10:09

valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson eru á góðri vegferð með FH en liðið hefur verið á góðu skriði eftir að þeir félagar tóku við. Þeir félagar tóku við liðinu um miðjan júlí og hafa síðan þá unnið sjö af níu deildarleikjum FH.

Eiður Smári er í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari og má segja að byrjun hans í starfinu sé draumi líkast. FH er komið í toppbaráttu og er átta stigum á eftir Val. Það sem gerir stöðuna áhugaverða er að FH á leik til góða auk þess sem FH og Valur eiga eftir að mætast tvisvar.

Fyrri leikur liðanna í sumar er á fimmtudag, sigur FH þar gæti setur mótið í nýtt samhengi og verður baráttan um þann stóra ansi áhugaverð.

Eiður og Logi fengu Eggert Gunnþór Jónsson og Ólaf Karl Finsen til FH í félagaskiptaglugganum og hafa þeir báðir styrkt leik liðsins. Eiður og Logi eru með samning út þetta tímabil en það verður að teljast líklegt að FH reyni að framlengja dvöl þeirra í Kaplakrika.

Hér að neðan eru skoðaðir leikir FH með Eið Smára og Loga við stýrið.

Leikir Eiðs Smára og Loga með FH:
KA – (0-0 jafntefli)
Grótta (2-1 sigur)
KR (2-1 sigur)
Stjarnan (2-1 tap)
HK (4-0 sigur)
Breiðablik (3-1 sigur)
Víkingur (1-0 sigur)
Fylkir (4-1 sigur)
9 leikir (7 sigrar – 1 jafntefli – 1 tap) 22 stig af 27 mögulegum

Bikar:
Þór (3-1 sigur)
Stjarnan (3-0 sigur)
2 leiki (2 sigrar)

Evrópa:
Dunajska Streda (2-0 tap)
1 leikur (1 tap)

Í heild
12 leikir (9 sigrar – 1 jafntefli – 2 töp)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Alonso fékk ekki leikmanninn sem hann vildi – Beið í tvær vikur eftir samtali en endaði hjá Arsenal

Alonso fékk ekki leikmanninn sem hann vildi – Beið í tvær vikur eftir samtali en endaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Brössunum að hósta upp rúmum sjö milljörðum

Segja Brössunum að hósta upp rúmum sjö milljörðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Senur í París þegar Davíð henti Golíat úr leik

Myndband: Senur í París þegar Davíð henti Golíat úr leik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kante orðaður við endurkomu til Evrópu

Kante orðaður við endurkomu til Evrópu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gummi Tóta á heimleið – Hvar skrifar hann undir?

Gummi Tóta á heimleið – Hvar skrifar hann undir?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórundarlegt athæfi Ronaldo á meðan heimsbyggðin horfði skapar mikið umtal – Sjón er sögu ríkari

Stórundarlegt athæfi Ronaldo á meðan heimsbyggðin horfði skapar mikið umtal – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Í gær

Er United að gefa upp hver tekur við liðinu næsta sumar? – Vangaveltur eftir að teymi Carrick var opinberað

Er United að gefa upp hver tekur við liðinu næsta sumar? – Vangaveltur eftir að teymi Carrick var opinberað
433Sport
Í gær

Telur að Amorim gæti fengið stórt starf á Englandi á næstu vikum

Telur að Amorim gæti fengið stórt starf á Englandi á næstu vikum