fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

15 ára sonur Bjarna Guðjóns spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR í kvöld – Stórlið fylgjast með

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. júní 2020 22:06

Jóhannes Kristinn fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Kristinn Bjarnason, 15 ára sonur Bjarna Guðjónssonar lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki KR í kvöld er liðið mætti Keflavík. Bjarni er aðstoðarþjálfari liðsins en Jóhannes Kristinn er gríðarlegt efni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli

Stórlið hafa fylgst með framgöngu hans um nokkurt skeið þrátt fyrir ungan aldur og í vetur fór hann í heimsókn til Rangers í Skotlandi. Hann æfði einnig með FCK í Danmörku og Genk í Belgíu.

Faðir hans átti frábæran feril og lék lengi vel erlendis auk þess að verða Íslandsmeistari með KR og ÍA og koma nokkuð við sögu með íslenska landsliðinu.

Jóhannes er klókur miðjumaður en mikið hefur verið látið með kauða frá unga aldri og verður fróðlegt að sjá hvort hann fái tækifæri með KR í sumar en Pepsi Max-deild karla hefst eftir tæpar tvær vikur. Jóhannes Kristinn hefur spilað fyrir U15 ára lið Íslands.

Birgir Steinn Styrmisson sem er fæddur árið 2004 lék einnig sinn fyrsta leik og sömu sögu er að segja um Valdimar Daða Sævarsson sem er fæddur árið 2002.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur