

Raphael Wicky, stjóri Basel segir að það verði mun erfiðara fyrir liðið að vinna Manchester City en Manchester United.
City og Basel mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Basel var með United í riðli í riðlakeppninni.
Basel vann United í leik liðanna í riðlakeppninni og komst áfram í útsláttakeppnina þar sem liðið mætir City eins og áður sagði.
„Það eru mikil gæði í þeirra liði, það er engir veikleikar og þeir sýna það reglulega í leikjum sínum,“ sagði stjórinn.
„Þeir eru með breiðan hóp og geta spilað margar leikaðferðir. Það þarf ekki að tala um leikmennina sem þeir eru með eða stjórann.“
„Þetta verður ekki eins og leikurinn gegn United í riðlakeppninni, við þurfum að eiga okkar allra allra besta leik ef við ætlum okkur að vinna,“ sagði hann að lokum.