

Garth Crooks sérfræðingnur BBC leggur til að Gylfi Þór Sigurðsson verði gerður að fyrirliða Everton.
Crooks segir að Sam Allardyce stjóri Everton hafi fengið Gylfa til að virka á nýjan leik.
Gylfi skoraði og lagði upp í sigri á Crystal Palace um helgina.
,,Það sem Stóri Sam hefur gert er að fá Gylfa til að spila vel aftur,“ sagði Crooks.
,,Með smá heppni þá gæti Sam gert Gylfa að fyrirliða, ef það myndi takast þá myndi eitthvað sérstakt gera með Gylfa.“
,,Ég held að með því að gera Gylfa að fyrirliða gæti meira að segja gengi liðsins á útivelli orðið betra.“