

Guilem Balague sérfræðingur Sky Sports segir að bæði Chelsea og PSG vilji ráða Luis Enrique til starfa í sumar.
Enrique sagði upp hjá Barcelona síðasta sumar og ákvað að taka sér árs frí frá boltanum.
Hann hefur mikið verið orðaður við Chelsea en Balague segir að PSG hafi einnig áhuga.
Antonio Conte er líklegur til að missa starf sitt hjá Chelsea en hann hefur verið orðaður við PSG.
,,Enrique hefur fengið símtöl frá mönnum sem koma bæði frá PSG og Chelsea,“ sagði Balague.
,,Þetta verður erfitt val fyrir hann, hann vill eðlilega fara í félag þar sem er mannskapur til að berjast um alla titla.“