

Jamie Vardy framherji Leicester er sá leikmaður sem skorar mest gegn sex stærstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.
Kun Aguero kemur þar á eftir en hann hefur skorað þremur mörkum minna en Vardy en þó í 13 leikjum minna.
Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal efstu manna en hann skorar í tæplega fjórða hverjum leik gegn stóru liðunum.
Gylfi hefur lagt það í vana sinn að skora gegn Manchester United.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.
