

Chelsea tekur á móti WBA á mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld klukkan 20:00 og eru byrjunarliðin klár.
Chelsea situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig en getur skotist upp í fjórða sætið með sigri í kvöld.
WBA er í miklu basli í neðsta sæti deildarinnar með 20 stig og er nú 7 stigum frá öruggu sæti.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Chelsea: Courtois, Zappacosta, Rudiger, Christensen, Azpilicueta, Moses, Kante, Fabregas, Pedro, Hazard, Giroud.
WBA: Foster, Gibbs, Hegazi, Evans, Dawson, Krychowiak, Barry, Brunt, Phillips, Rondon, Sturridge.