Pontus Dahlberg er gengin til liðs við Watford.
Kaupverðið er ekki gefið upp en hann skrifar undir fimm og hálfs árs samning við enska félagið.
Þessi 19 ára gamli markmaður kemur til félagsins frá IFK Göteborg.
Hann á að baki 29 leiki með Gautaborg og þá hefur hann spilað einn landsleik fyrir Svía.