Olivier Giroud gekk til liðs við Chelsea, fyrr í dag.
Hann skrifaði undir eins og hálfs árs samning við félagið en kaupverðið er talið vera í kringum 18 milljónir punda.
Framherjinn hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal sem var að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang í morgun og ákvað Giroud því að róa á önnur mið.
Chelea og Bournemouth eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge og var Giroud mættur í stúkuna.
Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.