Manchester City tekur á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20:00 og eru byrjunarliðin klár.
City er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur nú 12 stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar.
WBA er í miklu basli í neðsta sæti deildarinnar en getur skotist úr fallsæti, með sigri í kvöld.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
City: Ederson, Walker, Laporte, Otamendi, Zinchenko, Fernandinho, Silva, De Bruyne, Sterling, B.Silva, Aguero
WBA: Foster, Nyom, Hegazi, McAuley, Dawson, Yacob, Krychowiak, Field, McClean, Rodriguez, Rondon