Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur staðfest að líklegt sé að Olivier Giroud hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.
Giroud kom inn sem varamaður í 3-1 tapi gegn Swansea í kvöld.
Enskir fjölmiðlar fullyrða að Giroud sé að fara til Chelsea og samkomulag sé í höfn.
,,Það er möguleiki á að þetta hafi verið hans síðasti leikur,“ sagði Wenger.
,,Þetta kemur allt í ljós í fyrramálið, við látum ykkur vita.“
Ef Giroud fer er ljóst að Arsenal mun klára kaup á Pierre-Emerick Aubameyang.