Pep Guardiola verður búinn að eyða 450 milljónum punda í leikmenn hjá Manchester City á næstu klukkustundum.
Manchester City er að ganga frá kaupum á Aymeric Laporte miðverði Athetlic Bilbao.
City borgaði í gær klásúlu í samningi hans sem er 57 milljónir punda. Verður hann dýrasti leikmaður í sögu City.
Þessi 23 ára varnarmaður verður næst dýrasti dvarnarmaður í sögu fótboltans. Aðeins Virgil van Dijk er dýrari.
Guardiola hefur sagt að City geti ekki keppt við Manchester United þegar kemur að fjármunum en Guardiola hefur eytt talsvert hærri upphæð en Jose Mourinho.