Þær sögur berast nú í kvöld að Roma sé að ganga frá kaupum á Daley Blind frá Manchester United.
Blind er ekki í plönum Jose Mourinho og því gætu þessar sögur verið réttar.
Gianluca Di Marzio sérfræðingur á Ítalíu segir þetta en Roma vantar vinstri bakvörð.
Roma er að selja Emerson Palmieri til Chelsea og Blind gæti fyllt hans skarð.
Félagaskiptaglugginn lokar á morgun en Blind hefur ekki spilað í síðustu leikjum.
La @OfficialASRoma su #Blind del @ManUtd: si tratta @SkySport
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) January 30, 2018