Lazar Markovic gæti verið að losna frá Liverpool en Swansea reynir að fá hann.
Sky Sports segir frá en Markovic hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan í maí árið 2015.
Hann hefur farið á láni til Fenerbache, Hull og Sporting Lisbon.
Markovic vildi fara í sumar en ekkert spennandi kom upp.
Swansea ræðir við Liverpool en bæði er möguleiki á að liðið kaupi hann eða Liverpool láni Markovic til Wales.