Celtic hefur staðfest komu Charly Musonda til félagsins á láni frá Chelsea. Samningurinn er til 18 mánaða.
Musonda er í U21 árs landsliði Belgíu en hann hefur vakið talsverða athygli.
Hann fær nú tækifæri með aðalliði Celtic undir stjórn Brendan Rodgers.
Musonda er 21 árs gamall en hann ólst upp hjá Anderlecht áður en hann fór til Chelsea árið 2012.
Hann hefur spilað sjö leiki fyrir aðallið Chelsea en hann er sóknarsinnaður miðjumaður.