

Alexis Sanchez leikmaður Manchester United varð á dögunum launahæsti leikmaður deildarinnar.
Sanchez kom til United frá Arsenal þar sem hann fékk hærri laun.
Að því tilefni rifjar Pietro Oleotto blaðamaður á Ítalíu upp sögu frá tíma hans hjá Udinese.
,,Eftir eina æfingu þá fór Sanchez niður í miðbæ og læsti lyklana og símann sinn í bílnum,“ sagði Sanchez.
,,Ég veit ekki hvað flestir hefðu gert en hann hljóp bara heim. Hann hljóp 8 kílómera úr miðbænum og heim til sín. Fólkið í borginni sá hann bara í venjulegum fötum á hlaupum og hringdu í okkur blaðamenn. Þetta var týpískur Alexis.“