

Arsene Wenger stjóri Arsenal er byrjaður að smíða nýtt lið hjá félaginu og það mun halda áfram í sumar.
Þýsk og ensk blöð segja frá því í dag að Wenger horfi til Max Meyer hjá Schalke í sumar.
Meyer er miðjumaður og þar þarf Wenger að styrkja liðið sitt.
Wenger þarf einnig á liðsstyrk að halda í vörnina og þessi tvö svæði mun Wenger horfa til í sumar.
Wenger ætlar sér að byggja upp stórveldi hjá Arsenal á nýjan leik eftir mörg erfið ár.