

Alexandre Lacazette, framherji Arsenal hefur oft spilað betur en að undanförnu og er nú kominn á bekkinn hjá Arsenal.
Hann kom til félagsins í sumar frá Lyon fyrir tæplega 50 milljónir punda og fór vel af stað en hann hefur nú aðeins skorað eitt mark í síðustu 13 leikjum sínum.
Arsenal keypti Pierre-Emerick Aubameyang í janúar og hefur hann nú tekið sæti Lacazette í byrjunarliðinu.
„Þetta er undir Lacazette komið, hann getur annaðhvort gefist upp og farið eða reynt að sýna hvað hann getur,“ sagði Ferdinand.
„Það sem hann þarf að gera er að nýta þau tækifæri sem hann fær og hafa trú á sjálfum sér. Hann skoraði mörk í Frakklandi, hann er góður að klára færin sín.“
„Stundum skiptir ekki máli hversu mikla hæfileika þú ert með, þetta snýst bara um sjálfstraust,“ sagði Ferdinand að lokum.