

Antonio Conte, stjóri Chelsea þykir valtur í sessi þessa dagana.
Chelsea situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar en liðið tapaði illa fyrir Watford í síðustu umferð.
Þá mætir liðið WBA í kvöld og verður liðið að vinna til þess að halda í við efstu fjögur liðin í baráttuni um Meistaradeildarsæti.
Conte greindi frá því á blaðamannafundi á dögunum að framtíð hans muni ekki ráðast á titlum í vor.
Það mun kosta Chelsea í kringum 20 milljónir punda að reka hann en samningur hans rennur út sumarið 2019.