Pierre-Emerick Aubameyang er gengin til liðs við Arsenal en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.
Hann kemur til félagsins frá Borussia Dortmund og er kaupverðið í kringum 55 milljónir punda.
Aubameyang skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við enska félagið og mun þéna í kringum 180.000 pund samkvæmt miðlum á Englandi.
Mynd af honum í treyju Arsenal má sjá hér fyrir neðan.