Martin Dúbravka er á leiðinni til Newcastle en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Hann mun skrifa undir lánssamning við enska félagið sem gildir út leiktíðina.
Þessi 29 ára gamli markmaður kemur til félagsins frá Sparta Prague.
Hann á 9 landsleiki að baki með Slóvakíu en Rafa Benitez reynir að styrkja hópinn á gluggadegi fyrir baráttuna framundan.