Tottenham og Manchester United eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni og er staðan 1-0 fyrir heimamenn þegar um hálftími er liðinn af leiknum.
Það var Christian Eriksen sem kom Tottenham yfir eftir einungis ellefu sekúndna leik en markið kom eftir sendingu frá Dele Alli.
Þetta var næst fljótasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en það er Ledley King, fyrrum fyrirliði Totenham sem á metið.
Hann skoraði gegn Bradford eftir 10 sekúndur og stendur það met ennþann dag í dag.