Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20:00 og eru byrjunarliðin klár.
Tottenham er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 45 stig, fimm stigum á eftir Liverpool sem er í fjórða sætinu.
United er í öðru sæti deildarinnar með 52 stig, 12 stigum á eftir Manchester City en getur brúað bilið í 9 stig með sigri í kvöld.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Tottenham: Lloris, Trippier, Vertonghen, Sanchez, Davies, Dier, Dembele, Alli, Eriksen, Son, Kane.
United: De Gea, Jones, Smalling, Young, Valencia, Matic, Pogba, Martial, Lingard, Sanchez, Lukaku.