Newcastle tekur á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.
Newcastle hefur gengið illa í síðustu leikjum sínum og situr liðið í fimmtánda sæti deildarinnar með 23 stig, einu stigi frá fallsæti.
Burnley hefur komið á óvart á þessari leiktíð og er í áttunda sæti deildarinnar með 34 stig en getur skotist upp fyrir Leicester með sigri í kvöld.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Newcastle: Darlow, Yedlin, Lascelles, Clark, Dummett, Atsu, Merino, Diame, Kenedy, Perez, Joselu.
Burnley: Pope, Bardsley, Long, Mee, Taylor, Gundmundsson, Arfield, Cork, Westwood, Hendrick, Barnes.