Michy Batshuayi, framherji Chelsea er að ganga til liðs við Borussia Dortmund.
Hann mun skrifa undir lánssamning sem gildir út tímabilið og klárar því leiktíðina í Þýskalandi.
Batshuayi hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea á þessari leiktíð og er því tilbúinn að reyna fyrir sér annarsstaðar.
Dortmund er að selja Pierre-Emeruck Aubameyang til Arsenal og því vantar liðið framherja.