Andre Schurrle, sóknarmaður Borussia Dortmund fer ekki til Swansea en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Hann hefur verið sterklega orðaður við félagið að undanförnu og átti að skrifa undir tveggja ára lánssamning við enska félagið í dag.
Andrey Yarmolenko, sóknarmaður Dortmund meiddist hins vegar illa á æfingu Dortmund í gær og verður frá í einhvern tíma.
Félagið ætlar því ekki að lána Schurrle í þessum glugga vegna meiðsla Yarmolenko Þjóðverjinn hefur aðeins byrjað tvo leiki með Dortmund á þessari leiktíð.