Anderlecht hefur hafnað tilboði West Ham í Leander Dendoncker en það er Sky sem greinir frá þessu.
David Moyes leitar nú leiða til þess að styrkja hópinn hjá sér en hann tók við liðinu í haust.
West Ham situr sem stendur í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en var í fallsæti þegar Moyes tók við.
Þessi 22 ára gamli miðjumaður hefur vakið mikla athygli en hann á 4 landsleiki að baki með Belgíu.