Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur staðfest að samningur Juan Mata hafi verið framlengdur.
Samningur Mata átti að renna út í sumar en United hefur nýtt sér ákvæði í honum.
Samningur Mata gildir því nú til ársins 2019.
,,Þetta gerðist í síðustu viku,“ sagði Mourinho um ákvæðið sem United nýtti sér í samningi Mata.
Mata hefur spilað stórt hlutverk síðustu vikur en það gæti minnkað með komu Alexis Sanchez.
Jose confirms Juan Mata @ManUtd contract extension triggered. “It was last week or something like that.”
— Simon Stone (@sistoney67) January 30, 2018