West Brom hefur staðfest komu Daniel Sturridge til félagsins á láni frá Liverpool.
Framherjinn hefur ekki fengið mörg tækifæri með Liverpool síðustu vikur.
Sturridge hefur verið í fimm ár hjá Liverpool en glímt við talsvert af meiðslum.
Hann lék áður með Manchester City og Chelsea. Talið er að West Brom borgi stærstan hluta af launum Sturridge sem eru 150 þúsund pund á viku.
West Brom hefur þar með hætt við að kaupa Troy Deeney frá Watford.