Viðræður milli Chelsea og Arsenal eiga sér stað þessa stundina um Olivier Giroud.
Chelsea vill bæta við stórum og sterkum framherja og gæti Giroud verðið sú lausn.
Arsenal er til í að losa Giroud ef Pierre-Emerick Aubameyang kemur frá Dortmund.
Dortmund hefur samþykkt tilboð Arsenal í Aubameyang en leitar að framherja til að fylla skarð hans, ef það tekst ekki fær hann ekki að fara.
Giroud fær því ekki að fara til Chelsea nema að öll þessi flétta gangi upp.
No agreement between Chelsea and Arsenal as yet for Giroud but talks ongoing – latest to come on @TeleFootball
— Matt Law (@Matt_Law_DT) January 29, 2018