fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
433

Jóhann sjöundi Íslendingurinn sem skorar gegn Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. janúar 2018 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn þegar Liverpool heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var fremur bragðdaufur en Liverpool var án Mohamed Salah og Philippe Coutinho vegna meiðsla.

Sadio Mane kom Liverpool og allt stefndi í sigur Liverpool þegar Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði á 88 mínútu leiksins.

Jóhann mætti á fjærstöng og skallaði knöttinn í netið, frábærlega gert hjá pilti og hans fyrsta mark í deildinni í ár.

Liverpool svaraði hins vegar fyrir sig undir lok leiksins þar sem Ragnar Klavan skoraði sigurmarkið.

Með markinu varð Jóhann sjöundi Íslendingurinn sem skorar gegn Liverpool. Íslenskir leikmenn hafa ekki skorað mark gegn fleiri liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikmennirnir sjö:
Jóhann Berg Guðmundsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Hermann Hreiðarsson
Heiðar Helguson
Eiður Smári Guðjohnsen
Grétar Rafn Steinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid