fbpx
Fréttir

Gaui yfirbugaði trylltan flugdólg um borð í vél WOW Air: „Hann hataði mig allt flugið, hrækti, sparkaði, reyndi að bíta…

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. júlí 2018 16:48

Gaui M. Þorsteinsson komst í hann krappann um borð í vél WOW Air frá Alicante til Keflavíkur á föstudag. Gaui hafði hugsað sér að eiga rólegt fjögurra stunda flug, slaka á og njóta ferðarinnar, en það fór á annan veg. Um borð í vélinni var maður sem lét mjög ófriðlega, Íslendingur á miðjum aldri. Margir voru óttaslegnir vegna framferðis mannsins, sérstaklega börn.

Svo fór að Gaui yfirbugaði manninn ásamt þremur félögum sínum og settu hann í bönd. Komu þeir þannig í veg fyrir að millilenda þyrfti á Írlandi til að koma manninum frá borði, þess í stað gat lögregla handtekið hann við komuna til Keflavíkur. Gauti slasaðist lítillega í átökunum við manninn og er ekki enn búinn að jafna sig. Hann skrifaði eftirfarandi stöðufærslu á Facebook um atburðinn:

MJÖG áhugavert, erfitt og reyndi á þolinmæðina flug til landsins í nótt sem endaði með skýrslutöku hjá lögreglunni vegna manns sem missti sig í vélinni. Ég og þrír félagar tókum hann og settum í bönd og sluppum við að millilenda á Írlandi. Smá lemstraður og þreyttur við átökin við hraustan og þrjóskan mann en fyrst og fremst stoltur af þeim sem hjálpuðu mér að koma honum þannig fyrir að hann meiddi engan en margir voru óttaslegnir og börn hrædd. En óskemmtileg lífsreynsla sem ég bað ekki um í rúma fjóra tíma flugi þar sem ég ætlaði að slaka á og njóta. Well hann vonandi lærir af þessu manngreyið og leitar sér hjálpar. Hann hataði mig allt flugið, hrækti, sparkaði, reyndi að bíta og ég var feginn sturtunni og hvíldinni kl.06.00. Svona er að ferðast með mér. Þú veist aldrei hvaða hlutverki ég verð í…. og já ég hugsa ekki illa til mannsins og löngu búinn að fyrirgefa honum. En er með tognun í þumalputta til að minnast hans næstu daga. Þakkir til þeirra sem hjálpuðu mér og stelpurnar hjá WOW frábærar. Gafst upp að keyra heim og gisti í Borgarnesi í morgun. Já ,,engin veit sína ferð fyrr en heim er komið“ já og úrið mitt ónýtt arrrggg…

Í samtali við DV segist Gaui bara vera nokkuð brattur eftir þessa lífreynslu og segir að það þurfi meira en þetta til að slá sig út af laginu. Það hafi verið gott að komast í sturtu heima eftir þennan hamagang. Hann tognaði á fingri í átökum við manninn og er ekki búinn að jafna sig fyllilega eftir það.

Gaui segir að flugdólgurinn hafi verið mjög drukkinn en að öðru leyti veit hann ekki ástæðurnar fyrir hegðun hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sprengjugeymslur við Norðlingaholt ekki færðar þrátt fyrir loforð

Sprengjugeymslur við Norðlingaholt ekki færðar þrátt fyrir loforð
Fréttir
Í gær

Dularfullur dauðdagi í miðbæ Reykjavíkur – Fjölskyldan niðurbrotin – „Það er eins og hann hafi verið að flýja undan einhverjum“

Dularfullur dauðdagi í miðbæ Reykjavíkur – Fjölskyldan niðurbrotin – „Það er eins og hann hafi verið að flýja undan einhverjum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myrti og misnotaði götubörn

Myrti og misnotaði götubörn
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Síðustu orðin