fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Þetta er auglýsingin með Jóni Gnarr sem er að gera allt vitlaust: „Þarna fara menn of langt og það er það sem okkar fólk er bara mjög reitt yfir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. desember 2018 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að auglýsingaherferð VR, þar sem Jón Gnarr er í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar, hafi vakið mikla athygli. Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt herferðina og þá sérstaklega eina tiltekna auglýsingu.

Margrét Sanders, formaður samtakanna, var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún ræddi þetta. Í umræddri auglýsingu sem fer fyrir brjóstið á samtökunum freistar Georg, eigandi verslunarinnar Georgskjara, að draga salernisgjald og reiðhjólagjald af launum ungrar stúlku og býður að auki að hýsa hana á þröngum og lítt spennandi lager verslunarinnar. Það tilboð kom þegar stúlkan sagðist efast um að hafa efni á að leigja sér íbúð miðað við þau kjör sem henni stóðu til boða í versluninni.

Teiknaðir upp sem vonda fólkið

Margrét sagði í morgun að atvinnurekendur væru teiknaðir upp sem vonda fólkið í auglýsingunni. Í þessari tilteknu auglýsingu sé gengið of langt en hinar auglýsingarnar fari ekki jafn langt og séu góðar og gildar.

„Að atvinnurekendur ætli sér að fara illa fólk, að þeim þyki ekki vænt um fólkið sitt, að atvinnurekendur vilji græða sem mest og henda fólkinu út í hafsauga, þarna fara menn of langt og það er það sem okkar fólk er bara mjög reitt yfir,“ sagði Margrét sem sneri dæminu við og sagði að eitthvað myndi heyrast í VR ef Samtök verslunar og þjónustu gerðu auglýsingar þar sem starfsmenn væru að stela úr verslunum.

Margrét segir að gagnrýni samtakanna snúi fyrst og fremst að þessari auglýsingu sem hafi verið áberandi upp á síðkastið. „Þeir keyrðu langmest á þessari auglýsingu, svo eru þeir snjallir núna, ég á von á því að það sé tilviljun, nú eru að koma auglýsingar sem eru allt annars eðlis en þeir byrja á þessum skúrki sem er hreinlega í brotastarfsemi,“ sagði Margrét.

Handrit að mannlegum harmleik

Í grein sem Margrét og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, birtu í Morgunblaðinu í gær gagnrýndu þau herferð VR.

Í greininni sögðu þau meðal annars að það handrit að mannlegum harmleik sem sett væri á svið á kómískan en um leið gildishlaðinn hátt væri vandmeðfarið. Það sé ekki beint til þess fallið að gera gaman að.

„Við þekkjum a.m.k. ekki þann vinnuveitanda sem vill misbjóða starfsfólki sínu á þann veg sem þar er lýst. Þó að mörgum þyki þessar auglýsingar með þeim hætti að þær nái að kitla hláturtaugar hjá fólki er undirtónn þeirra og þau skilaboð sem þær senda mjög alvarleg árás á atvinnurekendur almennt.“

Auglýsinguna sem gagnrýnin beinist að má sjá hér að neðan. Hittir auglýsingin í mark eða er farið yfir strikið? Endilega segðu þína skoðun hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“