fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Sindri stakk upp í viðmælanda í beinni: „Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt“

Ræddu um minnihlutahópa og fordóma í beinni útsendingu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. mars 2017 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason svaraði hraustlega fyrir sig í viðtali sem hann tók við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í gær, og vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum. Í viðtalinu ræddi Tara, sem er formaður Samtaka um líkamsvirðingu, um grasrótarhátíðina Truflandi tilvist, sem haldin var um helgina.

Á þeirri hátíð var lögð áhersla á að skoða hvað ýmsir minnihlutahópar í samfélagin, svo sem hinsegin fólk, fatlað fólk, feitt fólk og fólk af erlendum uppruna eigi sameiginlegt og hvernig þessir hópar geti unnið saman.

Sindri og Tara ræddu um fórdóma í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Sindri spurði eitthvað á þá leið hvort fordómarnir byggju ekki innra með okkur, frekar en að einn hópur fólks væri á móti öðrum.

Tara: „Þetta er í raun talað úr munni einhvers sem er í forréttindastöðu. Þú þarft í raun og veru að hafa upplifað það að vera í jaðarhópi; upplifað fordómana í raun og veru til að skilja þetta…“

Sindri: „Ertu þá að meina að ég hafi verið í…

Tara: „Eeh, já.“

Sindri: „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi – eða hálfum útlendingi – þannig að við skulum ekki fara þangað.“

Myndbandið má sjá hér að neðan. Umrætt myndbrot hefst eftir rúmar sjö mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart