Fókus

Kerti, ljósmyndasteinar, silfurskartgripir og margt fleira handa fermingarbarninu

pollyanna.is og skautalif.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 18:00

„Við bjóðum upp á falleg fermingarkerti með nafni fermingarbarnsins og mynd af því. Kertið brennur niður en myndin stendur eftir og breytist í nokkurs konar kertalukt sem fermingarbarnið getur átt um ókomna tíð,“ segir Gíslína Vilborg Ólafsdóttir, sem rekur vefverslanirnar pollyanna.is og skautalif.is.

Hún selur einnig ljósmyndasteina sem eru afar vinsælir en þá er ljósmynd sett á þar til gerða ljósmyndasteina og útkoman er mjög falleg. Fallegt að hafa með á gjafaborðinu eða sem afmælis- eða jólagjöf t.d. til ömmu og afa með mynd af fermingarbarninu. Hægt er að fá fleiri hugmyndir til að setja ljósmyndir á sem hægt er að skoða inni á vefversluninni. Einnig er hægt að fá fleiri vörur sem hægt er að setja á persónulegar myndir eða skilaboð. Má þar nefna símahulstur, bolla, glasamottur og fleira, sem geta verið skemmtilegar gjafir til fermingarbarnsins frá vinum þess.

Kerti, ljósmyndasteinar og aðrar vörur til merkingar eru inni á pollyanna.is, en á skautalif.is er úrval af vönduðum ítölskum silfurhálsmenum, fyrir fimleikastráka og -stelpur, skautastelpur og ballettstelpur.
Á skautalif.is eru líka margvíslegar vörur sem tengjast skautaíþróttinni en einnig er hægt að kíkja við í verslun Skautalífs í Skautahöllinni í Laugardal. „Þar er gott úrval af skautatengdum vörum og án efa hægt að finna góða og nytsama gjöf fyrir skautastelpur,“ segir Gíslína.

Vörur úr vefverslununum pollyanna.is og skautalif.is eru sendar um land allt og er sendingarkostnaður 750 kr. á hverja sendingu. Hann fellur hins vegar niður ef keypt er fyrir 10.000 kr. eða meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af