fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Veitingafélagið boðar til góðgerðadaga – Helmingur af allri sölu rennur til langveikra barna, forvarna gegn sjálfsvígum og til aðstandanda alkóhólista

Fókus
Föstudaginn 30. júní 2023 20:29

Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdarstjóri Veitingafélagsins, sem stendur fyrir góðgerðardögum um helgina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú um helgina, 1. og 2. júlí, boðar Veitingafélagið til góðgerðadaga á öllum veitingastöðum félagsins. Þessa daga mun 50 prósent af allri sölu á veitingastöðunum renna til góðgerðamála.

„Þetta er samstarfsverkefni margra aðila en við viljum sérstaklega þakka okkar frábæru birgjum sem tóku hugmyndinni vel og ákváðu að taka þátt í verkefninu með okkur,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjórir Veitingafélagsins. Birgjarnir sem tóku þátt eru Mata, Ölgerðin, Garri,  Síld og fiskur, Esja, Gæðafæði, Innnes, Gæðabakstur og Ekran að sögn Jón Friðriks.

Bankinn Bistro í Mosfellsbæ

Veitingafélagið er ört vaxandi fyrirtæki en undir hatti þessu eru nú fjórir veitingastaðir á átta sölustöðum. Staðirnir sem um ræðir eru Bankinn bistro í Mosfellsbæ, (www.bankinnbistro.is ), hamborgarastaðurinn Burgeis í hraðhöllinni Hagasmára 9, Hlöllabátar á Höfðanum, Bústaðavegi, Smáralind og í hraðhöllinni Hagasmára 9 og Mandi í Hæðasmára, Fákafeni og Veltusundi.

Hraðhöllin Hagasmára 9

Forsvarsmenn Veitingafélagsins hafa ákveðið að það sem safnast um helgina muni renna til eftirfarandi félaga.

Bumbuloni – styrktarfélag fyrir fjölskyldur langveikra barna – í minningu Björgvins Arnars sem lést sex ára að aldri árið 2013. www.bumbuloni.is

Reykjadalur – sumarbúðir í Mosfellsdal fyrir fötluð börn og ungmenni. www.reykjadalur.is

Umhyggja – regnhlífasamtök sem vinna að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. www.umhyggja.is

Pieta samtökin – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum. www.pieta.is

Al-anon samtökin, 12 spora húsið – til hjálpar fjölskyldum og vinum alkóhólista. www.alanon.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
20.07.2023

Heitir pottar fyrir íslenskar aðstæður – „Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri“

Heitir pottar fyrir íslenskar aðstæður – „Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri“
Kynning
15.07.2023

Spennandi tilboð á beinu flugi með Úrval Útsýn til Tenerife, Alicante og Verona

Spennandi tilboð á beinu flugi með Úrval Útsýn til Tenerife, Alicante og Verona
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum
Kynning
28.03.2023

Vistvænni salernisferðir í bígerð

Vistvænni salernisferðir í bígerð